Félagsmiðstöðin Hraunið opnar eftir endurbætur

5.9.2016

Vidistadaskoli-myndMiklar endurbætur hafa verið gerðar á félagsmiðstöðinni Hrauninu sem staðsett er í kjallara íþróttahúss skólans. Skipt hefur verið út húsgögnum í eldhúsi, skipt um lýsingu og veggir málaðir svo eitthvað sé nefnt.  Hraunið er félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga í 5.-10. bekk Víðistaðaskóla. Hún er opin fyrir 8.-10. bekk á mánudögum og miðvikudögum frá kl 17:00-19:00 og svo 19:30-22:00 og á föstudögum frá kl. 19:30-22:00. Starf fyrir nemendur 5.-7. bekkja er svo  föstudaga milli kl 17:00-19:00.
Þórunn Þórarinsdóttir verkefnastjóri segir fjölbreytnina vera í fyrirrúmi. “Við erum að byrja með klúbba og námskeið fyrir 8.-10.bekk sem verða í dagstarfinu á mánudögum og miðvikudögum. Það sem verður í boði er t.a.m. manga-klúbbur, spurningaklúbbur, kvikmyndaklúbbur, stuttmyndanámskeið, söngklúbbur, jafnréttisklúbbur og margt fleira skemmtilegt” segir Þórunn.

-/sir


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is