Faggreinakennari í unglingadeild

29.9.2017

Víðistaðaskóli auglýsir eftir faggreinakennara á unglingastigi skólans í 100% starf til að bætast við fjölbreyttan og frábæran starfsmannahóp skólaárið 2017-2018.

 

Víðistaðaskóli var stofnaður árið 1970. Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum við Hrauntungu og í Engidal. Leiðarljós skólastarfsins eru Ábyrgð - Virðing - Vinátta sem birtist í öllu starfi skólans. Í skólanum er lögð áhersla á skóla án aðgreiningar og er nám einstaklingsmiðað þannig að hver nemandi fái námsefni og kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína. Lögð er áhersla á vellíðan nemenda og góðan námsárangur. Unnið er eftir SMT skólafærni. Skólinn er grænfánaskóli og er lögð áhersla á umhverfismennt og útikennslu. Í skólanum er metnaðarfullt starf með áherslu á skólaþróun og fjölbreytta kennsluhætti.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Annast kennslu í eldri bekkjum skólans í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk
  • Vinnur samkvæmt stefnu skólans í SMT skólafærni sem ætlað er að skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks

Hæfniskröfur:

  • Kennsluréttindi í grunnskóla með áherslu á faggreinakennslu í náttúrufræði og stærðfræði 
  • Mikill áhugi og metnaður til að starfa með börnum
  • Uppbyggjandi í samskiptum, ríkur sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi og efla sterka liðsheild enn frekar
  • Stundvísi og samviskusemi

Umsóknarfrestur er til og með 12. október nk. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.

 

Upplýsingar um starfið veitir Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri í síma 6645890, hronn@vidistadaskoli.is.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.


Smelltu hér til að sækja um




Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is