Bókmenntaverðlaun barnanna

19.5.2017

DSC0662220170516_152521_001Bókaverðlaun barnanna voru afhent á Sumardaginn fyrsta í Borgarbókasafninu í Grófinni. Árlega tilnefna börn á aldrinum 6 - 15 ára bestu barnabækur ársins. Þær tvær bækur sem fá flest atkvæði hljóta Bókaverðlaun barnanna, önnur frumsamin á íslensku og hin þýdd. Þátttaka nemenda í kosningunni í Víðistaðaskóla var mjög góð og af því tilefni var ákveðið að verðlauna tvo nemendur fyrir að taka þátt. Það var  Anna Kristín Jóhannesdóttir aðstoðarskólastjóri sem dró út hina heppnu, þá Ólaf Trausta Guðjónsson í 7. HÁS og Natan Franklín Magnússon í 2. MV og hlutu þeir bækur í verðlaun.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is