3 - JMB: Jól í skókassa

10.11.2016

Á föstudaginn í síðustu viku fórum við krakkarnir í 3 - JMB  inná Holtaveg í Reykjavík og afhentum KFUM og K E3jólakassa sem verða sendir til barna í Úkraínu. Við tókum strætó inneftir og þar tók hún Bylgja á móti okkur. Hún fræddi okkur um börnin sem koma til með að fá pakkana og sýndi okkur myndir af börnum sem hafa fengið pakka frá Íslandi. Á eftir ræddi hún við börnin og þakkaði þeim vel fyrir þeirra framlag. Síðan var þeim boðið uppá djús og piparköku og svo höfðu þau tekið nestið sitt með þannig að þau gáfu sér góðan tíma til að spjalla og borða. Síðan var haldið til baka inní Fjörð, sömu leið og við komum og töldu þau að við hefðum þurft að fara í fjóra strætisvagna til að komast inná Holtaveg og til baka. Við komum svo beint í hádegismatinn og voru það sæl og ánægð börn sem fóru heim þennan dag, búin að fá að upplifa hversu góð tilfinning það er að gefa öðru og sýna hlýhug.

Hér eru nokkrar myndir


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is