Lýsing á eftirsetu í unglingadeild Víðistaðaskóla


Forráðamenn bera ábyrgð á mætingu barna sinna. Umsjónarkennarar eiga að fylgjast með skólasókn skjólstæðinga sinna og vinna eftir skólasóknarreglum skólans. Þeir senda ástund – bréf heim til forelda- á föstudögum  í gegnum Mentor.

Þar segir um eftirsetu:

  • Í unglingadeild er litið þannig á að nemandinn skuldi þann tíma sem hann mætir ekki  við seinkomur og fjarvistir) og þarf hann að mæta í eftirsetu í samráði við umsjónarkennara.
  • Nemandi sem mætir meira en 10 mínútum of seint í kennslustund ber að fara á skrifstofu skólans og skrá sig í þar tiltekna bók.
  • Komi nemandi 4 x í viku eða oftar of seint skuldar hann 20 mínútur sem hann tekur út í eftirsetu. Hér er átt við tíma sem er innan 10 mínútna markanna.

 

 

Þegar farið er yfir fjarvistarpunkta og seinkomur nemenda fyrir eftirsetu er tímabilið ein vika í senn, frá mánudegi til föstudags.

Eftirsetan er á mánudögum milli 15 og 16 næstu viku og mæta nemendur í stofu 1 til að sitja eftirsetuna.  Nemendur mæti stundvíslega.

 

Ríkja skal þögn, nemendur geta unnið og/eða hlustað á tónlist við vinnu. Tölvur og símar bannaðir.

 

Nemendur sem ekki mæta í eftirsetu fá skráningu.

 

Nemendur sem eiga að fara í endurmenntun ( 3 stoppmiða á 6 vikum) eiga  að mæta í eftirsetu og vinna ákveðið vinnublaðið þar sem þeir ígrunda brot sín.

 

 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is