Prófareglur

Reglur og skipulag námsmats í Víðistaðaskóla

1. Framkvæmd við námsmat

  • Taka skal nafnakall í upphafi námsmats til að tryggja upplýsingar um hvaða nemendur hafa tekið námsmatið og hverjir ekki.
  • Athuga skal með fjarveru nemenda sem ekki mættu í námsmat og kennarar höfðu ekki fyrirfram fengið upplýsingar um.
  • Röðun borða skal vera þannig að nemendur sitji ekki hlið við hlið, gott bil skal vera á milli borða.
  • Kennari skal í upphafi námsmats tilkynna nemendum þann tíma sem þeir hafa til að ljúka námsmatinu og hvenær nemendur megi í fyrsta lagi yfirgefa stofuna.
  • Ljóst skal vera hvaða nemendur eiga rétt á lengri próftíma eða annarri aðstoð.
  • Nemendur eiga að hafa meðferðis tilskilin námsgögn. Önnur námsgögn skal geyma fjarri nemendum, nema með leyfi kennara.
  • Slökkt skal vera á farsímum og þeir afhentir kennara til vörslu á meðan á prófi stendur.
  • Nemendur sitja kyrrir í sætum sínum meðan á námsmati stendur.
  • Nemendur skulu ekki trufla aðra nemendur á meðan námsmat fer fram.
  • Nemendur rétta upp hönd þurfi þeir að ná sambandi við kennara.
  • Nemandi sem kemur seint í námsmat á ekki rétt á lengri tíma til að bæta upp þann tíma sem hann missti af.

2. Mæti nemandi ekki í námsmat

  • Nemendur sem ekki taka námsmat á réttum tíma skulu gera það í næstu kennslustund viðkomandi námsgreinar, nema fyrirfram hafi verið samið um annað. Nýti nemandi ekki þetta úrræði fær hann D eða Ólokið í þessu tiltekna námsmati.
  • Kennari skal ávallt upplýsa foreldra/forsjáraðila ef nemandi mætir ekki í námsmat án heimildar.

3. Brot á reglum og viðurlög

Ef nemandi er með:

  • óleyfileg hjálpargögn
  • þiggur hjálp frá öðrum
  • veitir öðrum hjálp
  • tekur þátt í hvísli eða samtali við annan nemanda
  • truflar aðra nemendur eða svindlar á annan hátt

þá hefur kennari heimild til að vísa nemandanum úr námsmatinu.

  • Nemandi sem staðinn er að broti á reglum er vísað út og fær D í viðkomandi námsmati.
  • Kennari lætur stjórnanda og foreldra/forsjáraðila vita. Atvikið er skráð í dagbók nemanda og birt foreldrum/forsjáraðilum. Nemandi mætir ásamt foreldrum/forsjáraðilum til stjórnanda daginn eftir til að fara yfir atvikið.

Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is